Fljúgum hærra

1) 80´s Hair Metal: Spandex, hárlakk og eyeliner

Lovísa og Linda Season 3 Episode 1

80´s hair metal var "Nothin´ but a good time" eins og Poison komust svo skemmtilega að orði.  
Allir sungu um kvenfólk, partý og áfengi og að skemmta sér var ófrávíkjanleg regla. Enginn pældi í morgundeginum og allt, sem var þess virði að gera, mátti klárlega ofgera.
Ekkert hair metal band með sjálfsvirðingu lét sjá sig í öðru en leðri, spandex og blúndum og berar bringur voru þeirra vörumerki. Allir voru með eyeliner,  maskara, kinnalit og sítt hár og það var ekkert til sem hét of mikið púff eða of mikið hárlakk.
Ef að einhversstaðar hefur verið gat á ozonlaginu á þessum tíma þá var það yfir Los Angeles.