
Fljúgum hærra
Gömlu vinkonurnar Lolla og Linda setjast niður og fræða hvor aðra um tónlist og merkilegar konur. Lolla sem er djúpvitur tónlistargúrú segir frá framúrskarandi konum úr tónlistarheiminum og í seríu 3 segir hún frá hinum ýmsu tónlistarstefnum og merkum atburðum í tónlistarsögunni.
Safnakerlan Linda dregur hins vegar fram sögur af spennandi konum í ljósmyndun.
Þið finnið okkur líka á Facebook og getið hlustað á þættina okkar á Spotify, Apple Podcast og fjölmörgum öðrum hlaðvarpsveitum
Episodes
114 episodes
14) Phil Spector og "The wall of sound"
Það fór aldrei á milli mála að Phil Spector var hæfileikaríkur. Hann hlóð saman hverju hljóðfærinu ofan á annað og bjó til þetta fyrirbæri sem er kallað "Wall of sound" og dæmi um það er lagið "River deep, mountain high" með Tinu Turner sem væn...
•
Season 3
•
Episode 14
•
1:19:46

13) Iggy Pop - Ber að ofan í rúmlega hálfa öld
Iggy Pop er búinn að vera að gefa út tónlist síðan 1969.Hann hefur verið kallaður "the godfather of punk" og án hans og The Stooges væri örugglega ýmislegt öðruvísi.Hann átti mjög farsælt samstarf við David Bowie, hefur gert ambie...
•
Season 3
•
Episode 13
•
1:22:30

12) Grunge: Seattle, flannelskyrtur og hermannaklossar
Þegar 70´s rock og punk eignuðust afkvæmi varð útkoman grunge og þetta gerðist í Seattle af öllum stöðum í heiminum. Borg sem fram að þessu hafði verið þekktust fyrir rigningu, ryðgaðar brýr og aðeins of mikið af efnum sem voru ekki holl fyrir ...
•
Season 3
•
Episode 12
•
1:08:38

11) CBGB - Litla sóðabúllan á Manhattan sem varð vagga pönksins og nýbylgjunnar
CBGB var miklu meira en bara einhver sóðabúlla með veggjagroti og brotnum klósettum. Í 33 ár átti grasrót rokktónlistar í New York þar sinn samastað og fékk tækifæri til að vaxa og dafna og þar réði sköpunargleðin ríkjum.Þar áttu sitt athva...
•
Season 3
•
Episode 11
•
46:19

10) ABBA
ABBA var á sínum gullaldarárum ein allra vinsælasta hljómsveit heims. Þó að hljómsveitin hafi algerlega legið í dvala í einhver 35 ár þá var hún langt frá því gleymd og grafin.Það voru allsstaðar ABBA laumuaðdáendur og komu þeir út úr öllum...
•
Season 3
•
Episode 10
•
1:42:29

9) Þegar Bretar uppgötvuðu blues: Frá Alexis Korner til Led Zeppelin
Hvernig kom það til að Bandarísk blues tónlist náði jafn kirfilega að festa sig í sessi í Bretlandi í byrjun 7. áratugarins og raunin varð á? Tónlist sem engin hefð var fyrir þar í landi, var ekki spiluð þar í útvarpi og var bara fáanleg á plöt...
•
Season 3
•
Episode 9
•
51:25

8) Motown: Litla útgáfan í Detroit sem breytti tónlistarsögunni
Motown útgáfan var stofnuð í Detroit 1959 og á örfáum árum hafði hún breytt tónlistarsögunni. Þar lögðust allir á eitt við að skapa þetta sérstaka sound sem kennt hefur verið við Motown og stórsmellirnir runnu þaðan á færibandi.Frá Motown h...
•
Season 3
•
Episode 8
•
1:39:41

7) Britpop - Suede, Oasis, Blur og Cool Britannia
Britpoppið kom fram á sjónarsviðið í Bretlandi fyrri hluta 10. áratugarins. Það var efnahagsuppgangur og aukin bjartsýni hjá ungu fólki í landinu. Bæði tónlistin og textarnir sóttu fyrirmyndir í eldri Breskar hljómsveitir og til Breskr...
•
Season 3
•
Episode 7
•
1:04:35

6) Þegar 80´s synth poppið tók yfir heiminn
Hvað dettur okkur fyrst í hug þegar við hugsum um 80´s? Væntanlega herðapúðar, grifflur, marglitir jogginggallar, rosalega blásið og túberað hár, Miami Vice og rifrildið um hvor væri betri Duran Duran eða Wham.Og svo auðvitað synth allt pop...
•
Season 3
•
Episode 6
•
1:06:05

5) Laurel Canyon - Þar sem tónlistin hljómaði úr hverju húsi og tónlistarsagan var skrifuð
Frá 1965 til 1979 var Laurel Canyon staðurinn þar sem að ungar og upprennandi tónlistarstjörnur bjuggu. Þar var nóg af lausu húsnæði á góðu verði og eftir að Chris Hillman og Roger McGuinn, sem þá höfðu nýlega stofnað The Byrds, settust þar að ...
•
Season 3
•
Episode 5
•
1:09:06

4) Punk - Hvaðan kom það og hvert fór það?
Punkið kom eins og stormsveipur inn í staðnaða og sjálfhverfa tónlistarsenu 8. áratugarins og spörkuðu hressilega í rassinn á öllum uppskrúfuðu og veruleikafyrrtu rokkstjörnum þess tíma sem sátu í villunum sínum og mokuðu í sig kókaíni.
•
Season 3
•
Episode 4
•
48:14

3) Þegar allir dönsuðu diskó
Þeir sem að voru unglingar upp úr 1977 fóru væntanlega ekki varhluta af diskó æðinu sem þá gekk yfir. Það voru haldin diskó kvöld í öllum skólum og danskennarar upplifðu líklega sína mestu gósen tíð því allir vildu kunna réttu sporin. Og það va...
•
Season 3
•
Episode 3
•
59:23

2) Rolling Stones og Altamont Festivalið: Þar sem Hells Angels héldu öllu í heljargreipum og hugsjón hippanna dó
The Altamont Speedway Free Festival var haldið á samnefndri kappakstursbraut skammt frá bænum Tracy í Kaliforníu 6. desember 1969 að undirlagi Rolling Stones með aðkomu Greatful Dead og nokkura annara hljómsveita úr tónlistarsenunni í San Frans...
•
Season 3
•
Episode 2
•
1:02:01

1) 80´s Hair Metal: Spandex, hárlakk og eyeliner
80´s hair metal var "Nothin´ but a good time" eins og Poison komust svo skemmtilega að orði. Allir sungu um kvenfólk, partý og áfengi og að skemmta sér var ófrávíkjanleg regla. Enginn pældi í morgundeginum og allt, sem var þess virði ...
•
Season 3
•
Episode 1
•
1:18:52

100) Fljúgum hærra - Íslenskar konur 1985
Ljósmyndasýningin Augnablik árið 1985, var líkt og heróp til íslenskra kvenna um að þora að stökkva fram í sviðsljósið og sýna að þær væru jafn góðir ljósmyndarar og karlmenn. Meira en 20 konur sýndu ljósmyndir í Nýlistasafninu og þarna ægði sa...
•
Season 2
•
Episode 100
•
55:11

99) Fljúgum hærra - Janis Joplin
Janis Joplin gaf ekki út nema 4 plötur á sínum stutta ferli og þar af tvær sem bara söngkonan í hljómsveitinni Big Brother and the Holding Company. Við erum enn að hlusta á þessar plötur, 53 árum eftir andlát hennar, jafn heilluð af þessari mög...
•
Season 2
•
Episode 99
•
1:21:56

98) Fljúgum hærra - Edith Tudor-Hart. Ljósmyndarinn og njósnarinn
Edith Tudor-Hart var ljósmyndari sem barðist fyrir félagslegu réttlæti og jöfnuði. Hún flúði frá heimalandi sínu, Austurríki þegar nasistar komust til valda og átti framtíðina fyrir sér sem ljósmyndari í Bretlandi. En líf þessarar konu...
•
Season 2
•
Episode 98
•
44:55

97) Fljúgum hærra - Madonna
Í 40 ár hefur Madonna setið í sínu hásæti sem drottning popptónlistarinnar.Madonna er alls staðar; í sjónvarpi, í útvarpi, á forsíðum tímarita og jafnvel í bókabúðum. Hún er sérfræðingur í að halda sjálfri sér í umræðunni.Æðið í kring u...
•
Season 2
•
Episode 97
•
1:51:00

96) Fljúgum hærra - Ylla og dýrin stór og smá
Myndir þú fara inni í búr og girðingar með dýrunum í dýragarði til að ná góðum ljósmyndum? Líklegast ekki. En þetta og meira til gerði hin ungverska Ylla (Camilla Koffler) sem sérhæfði sig í ljósmyndun dýra og hlaut verulega frægð s...
•
Season 2
•
Episode 96
•
45:43

95) Fljúgum hærra - Cher
Enginn í sögu skemmtanabransans hefur átt viðlíka feril og Cher. Hún var unglingapoppstjarna, sjónvarpsþáttastjórnandi, tískuicon, rokkstjarna, poppsöngkona, discodíva og vinsælt umfjöllunarefni fjölmiðla í áratugi.Hún hefur selt y...
•
Season 2
•
Episode 95
•
1:35:27

94) Fljúgum hærra - Graciela Iturbide og frumbyggjar Mexíkó
Síðhærð frumbyggjakona af Seri ætt gengur í eyðilegu landslagi með kassettutæki í hendi og á öðrum stað löngu seinna fer Zapotec kona á markað bæjarins með fjölmargar eðlur á höfðinu. Þetta eru tvær frægar ljósmyndir sem Gr...
•
Season 2
•
Episode 94
•
53:34

93) Fljúgum hærra - Nico (Velvet Underground)
Hún hafði verið fyrirsæta fyrir Chanel, Elle og Vogue , leikið fyrir Fellini og Andy Warhol, sungið með The Velvet Underground og gert sólóplötur sem taldar eru fyrirmynd goth hljómsveita 9. áratugarins. Hún hitti alla og þekkti alla en glataði...
•
Season 2
•
Episode 93
•
1:15:23

92) Fljúgum hærra - Louise L. Serpa og rodeo
Kúrekar á ótemjum og draumsýnin um villta vestrið dró yfirstéttarstelpuna Louise L. Serpa út í það að ljósmynda rodeó sýningar. Hún hóf ferilinn seint og lærði aldrei ljósmyndun en náði 48 árum í bransanum og varð eitt þekktasta andlit ródeóljó...
•
Season 2
•
Episode 92
•
59:27

91) Fljúgum hærra - PJ Harvey
Polly Jean Harvey er sveitastelpa frá Dorset á suður-Englandi. Hún fór í listanám en ekki í tónlist heldur í höggmynda- og leirlist. Tónlistin var bara skemmtilegt hobbý til að byrja með.En meira en 30 árum og 10 plötum og ótal öðrum ...
•
Season 2
•
Episode 91
•
1:02:57

90) Fljúgum hærra - Catherine Leroy í Víetnam
Smávaxin ung frönsk kona með fléttur í hárinu, glænýja Leicu um hálsinn og 200 dollara í vasanum keypti sér, árið 1966 flug til Víetnam aðra leið til að byrja þar feril sinn sem stríðsfréttaljósmyndari. Flestir héldu að annað hvort gæfist hún u...
•
Season 2
•
Episode 90
•
1:05:20
