
Fljúgum hærra
Gömlu vinkonurnar Lolla og Linda setjast niður og fræða hvor aðra um tónlist og merkilegar konur. Lolla sem er djúpvitur tónlistargúrú segir frá framúrskarandi konum úr tónlistarheiminum og í seríu 3 segir hún frá hinum ýmsu tónlistarstefnum og merkum atburðum í tónlistarsögunni.
Safnakerlan Linda dregur hins vegar fram sögur af spennandi konum í ljósmyndun.
Þið finnið okkur líka á Facebook og getið hlustað á þættina okkar á Spotify, Apple Podcast og fjölmörgum öðrum hlaðvarpsveitum
Fljúgum hærra
2) Rolling Stones og Altamont Festivalið: Þar sem Hells Angels héldu öllu í heljargreipum og hugsjón hippanna dó
The Altamont Speedway Free Festival var haldið á samnefndri kappakstursbraut skammt frá bænum Tracy í Kaliforníu 6. desember 1969 að undirlagi Rolling Stones með aðkomu Greatful Dead og nokkura annara hljómsveita úr tónlistarsenunni í San Fransisco.
Það sem flestir höfðu vonast til að yrði einhverskonar Woodstock West, þar sem ást og friður myndu svífa yfir vötnunum varð eitthvað allt annað og kallaði Rolling Stone tímaritið Altamont versta dag í sögu rokktónlistarinnar.
Allt sem gat farið úrskeiðis gerðið það og meira til enda hafði skipuleggjendum gjörsamlega láðst að skoða afstöðu himintunglanna þegar dagsetningin var valin. Því ef þeir hefðu gert það hefðu þeir strax séð að 6. desember var Tungl í Sporðdreka og það boðaði dimma daga, ill tíðindi og ofbeldi.