
Fljúgum hærra
Gömlu vinkonurnar Lolla og Linda setjast niður og fræða hvor aðra um tónlist og merkilegar konur. Lolla sem er djúpvitur tónlistargúrú segir frá framúrskarandi konum úr tónlistarheiminum og í seríu 3 segir hún frá hinum ýmsu tónlistarstefnum og merkum atburðum í tónlistarsögunni.
Safnakerlan Linda dregur hins vegar fram sögur af spennandi konum í ljósmyndun.
Þið finnið okkur líka á Facebook og getið hlustað á þættina okkar á Spotify, Apple Podcast og fjölmörgum öðrum hlaðvarpsveitum
Fljúgum hærra
3) Þegar allir dönsuðu diskó
Þeir sem að voru unglingar upp úr 1977 fóru væntanlega ekki varhluta af diskó æðinu sem þá gekk yfir. Það voru haldin diskó kvöld í öllum skólum og danskennarar upplifðu líklega sína mestu gósen tíð því allir vildu kunna réttu sporin. Og það var enginn svalari en John Travolta að gera mjaðmahnykki í hvítu jakkafötunum sínum.
En nokkrum árum síðar var diskóið horfið af sjónarsviðinu og hafði sums staðar alla vega verið sprengt í loft upp, bókstaflega.
En hvaðan kom það og dó það alveg?