
Fljúgum hærra
Gömlu vinkonurnar Lolla og Linda setjast niður og fræða hvor aðra um tónlist og merkilegar konur. Lolla sem er djúpvitur tónlistargúrú segir frá framúrskarandi konum úr tónlistarheiminum og í seríu 3 segir hún frá hinum ýmsu tónlistarstefnum og merkum atburðum í tónlistarsögunni.
Safnakerlan Linda dregur hins vegar fram sögur af spennandi konum í ljósmyndun.
Þið finnið okkur líka á Facebook og getið hlustað á þættina okkar á Spotify, Apple Podcast og fjölmörgum öðrum hlaðvarpsveitum
Fljúgum hærra
4) Punk - Hvaðan kom það og hvert fór það?
Punkið kom eins og stormsveipur inn í staðnaða og sjálfhverfa tónlistarsenu 8. áratugarins og spörkuðu hressilega í rassinn á öllum uppskrúfuðu og veruleikafyrrtu rokkstjörnum þess tíma sem sátu í villunum sínum og mokuðu í sig kókaíni.
Punkið ætlaðist ekki til að þú sætir inni í herbergi og æfðir þig í 5 ár áður en þú stofnaðir hljómsveit. Stofnaðu hljómsveit strax og lærðu á hljóðfærið um leið.
En hvaðan tók punkið fyrirmyndir sínar? Alla vega ekki frá Emerson, Lake and Palmer svo mikið er víst. Og hvert teygði það anga sína?
Allt um það í þessum þætti