Fljúgum hærra

9) Þegar Bretar uppgötvuðu blues: Frá Alexis Korner til Led Zeppelin

Lovísa og Linda Season 3 Episode 9

Hvernig kom það til að Bandarísk blues tónlist náði jafn kirfilega að festa sig í sessi í Bretlandi í byrjun 7. áratugarins og raunin varð á? Tónlist sem engin hefð var fyrir þar í landi, var ekki spiluð þar í útvarpi og var bara fáanleg á plötum eftir krókaleiðum?
Sérstaklega þegar horft er til þess að það var engin stemming fyrir blues tónlist í heimalandinu og þeir sem enn ströggluðu við að spila þá tónlist þar rétt skrimtu.
Breskir tónlistarmenn tóku ekki bara bluesinn upp á sína arma heldur notuðu hann til að búa til það sem núna er skilgreint sem classic rock.