
Fljúgum hærra
Gömlu vinkonurnar Lolla og Linda setjast niður og fræða hvor aðra um tónlist og merkilegar konur. Lolla sem er djúpvitur tónlistargúrú segir frá framúrskarandi konum úr tónlistarheiminum og í seríu 3 segir hún frá hinum ýmsu tónlistarstefnum og merkum atburðum í tónlistarsögunni.
Safnakerlan Linda dregur hins vegar fram sögur af spennandi konum í ljósmyndun.
Þið finnið okkur líka á Facebook og getið hlustað á þættina okkar á Spotify, Apple Podcast og fjölmörgum öðrum hlaðvarpsveitum
Fljúgum hærra
13) Iggy Pop - Ber að ofan í rúmlega hálfa öld
Iggy Pop er búinn að vera að gefa út tónlist síðan 1969.
Hann hefur verið kallaður "the godfather of punk" og án hans og The Stooges væri örugglega ýmislegt öðruvísi.
Hann átti mjög farsælt samstarf við David Bowie, hefur gert ambient jazz plötu, komið fram fyrir hönd Madonnu á innsetningarathöfn hennar í Rock´n´roll hall of fame og gaf út sína vinsælustu plötu þegar hann var orðinn 69 ára gamall.
Og sögurnar af honum og hans stór furðulegu uppátækjum eru óteljandi.