
Fljúgum hærra
Gömlu vinkonurnar Lolla og Linda setjast niður og fræða hvor aðra um tónlist og merkilegar konur. Lolla sem er djúpvitur tónlistargúrú segir frá framúrskarandi konum úr tónlistarheiminum og í seríu 3 segir hún frá hinum ýmsu tónlistarstefnum og merkum atburðum í tónlistarsögunni.
Safnakerlan Linda dregur hins vegar fram sögur af spennandi konum í ljósmyndun.
Þið finnið okkur líka á Facebook og getið hlustað á þættina okkar á Spotify, Apple Podcast og fjölmörgum öðrum hlaðvarpsveitum
Fljúgum hærra
14) Phil Spector og "The wall of sound"
Það fór aldrei á milli mála að Phil Spector var hæfileikaríkur. Hann hlóð saman hverju hljóðfærinu ofan á annað og bjó til þetta fyrirbæri sem er kallað "Wall of sound" og dæmi um það er lagið "River deep, mountain high" með Tinu Turner sem væntanlega allir þekkja.
Brian Wilson var mikill aðdáandi Spectors og tók þessa hugmynd hans yfir í Beach Boys og Jim Steinman hlustaði örugglega mjög vel og vandlega á það sem hann hafði gert þegar hann gerði plötuna "Bat out of hell" með Meat Loaf.
En Spector átti greinilega við einhverjar persónuleikaraskanir að stríða og samskipti hans við suma af þeim tónlistarmönnum sem hann vann með, eins og t.d John Lennon og Leonard Cohen, voru í skrautlegri kantinum og samband hans við konur var langt frá því að vera til fyrirmyndar oft á tíðum og endaði eitt þannig með ósköpum.